Ég er vísindamaður
Við erum búin að fá vilyrði fyrir því að greinin okkar Binna, Kjartans og Vöku birtist í Ársriti sálfræðinema sem kemur út bráðlega. Gerðum rannsókn á fyrirbæri sem kallast Fear-then-relief og komumst að því, eins og fyrri rannsóknir höfðu bent til, að það er auðveldara að tala um fyrir fólki eftir að það hefur upplifað létti eftir að hafa verið angistarfullt en ef því hefur ekki létt.
Strákar, næst þegar þið eruð að reyna að húkka ykkur gellu, hræðið bara úr henni líftóruna og segið svo "Allt í plati, rassagati, eigum við að koma heim til mín?"
<< Home