Ef efni efnafræðingsins myndu haga sér eins og þátttakendur í sálfræðitilraunum...
...þyrfti að passa vel upp á að velja sameindir með tilviljun í úrtakið, svo hægt sé að alhæfa út frá niðurstöðunum.
...þyrfti að fá leyfi hjá efnunum sjálfum, forráðamönnum þeirra og tilkynna rannsóknina til efnaverndarnefndar.
...gætu efnin tekið upp á því að hegða sér allt öðruvísi en þau eru vön, bara af því að efnafræðingurinn fylgdist með þeim.
...mætti ekki gera skemmtilegustu tilraunirnar þar sem þær væru ekki siðferðislega réttar.
...myndu hvorki efnafræðingurinn né efnin sjálf mega vita hver væri tilgátan um hvernig efnin hegðuðu sér, annað gæti haft áhrif á niðurstöður.
<< Home