27.4.04

Skroll-land

Við Björn erum að pæla í því að skella okkur til Hollands í sumar að kíkja á vini okkar Ragga og Ingibjörgu. Þau eru þar stödd til að læra að skrolla að hætti innfæddra.

Vorum annars að kíkja á flugfargjöld hjá þessum lággjaldaflugfélögum, og þvílíkt verð! Fram og tilbaka frá London til Amsterdam fyrir okkur bæði kostar okkur um 5500 kr! Þetta er náttúrulega bara rugl.