22.4.04

Nörd?

Vegna síðasta innleggs míns þá fór ég að velta fyrir mér merkingu orðsins NÖRD. Í fyrsta lagi er það ekki það sama og að vera LÚÐI, þar sem hægt er að vera skvísunörd eins og ég ;-) Lúðar eru aftur á móti frekar asnalegir, ekki satt? Lúðar eru líka svolítið clueless, því þeir fatta yfirleitt ekki asnalegheit sín. Að því leytinu til eru þeir dálítið líkir LJÓSKUM, en þær eru clueless en ekki asnalegar.

Ég held að það sem skilgreini nörda séu áhugamál þeirra. Þeir hafa yfirleitt einhver dálítið sérstök áhugamál, eða eyða einstaklega miklum tíma í einhver venjuleg áhugamál. Tölvunördar hafa til að mynda gríðarlegan áhuga á tölvum og sálfræðinördar hafa, skilst mér á Bogga, óeðlilega mikinn áhuga á sálfræði, og tala óspart um þá fræðigrein.

Reyndar ein pæling: Er Sigga þá áfengisnörd? ;-)

Allavega, skvísunördar eins og ég hlusta á N.E.R.D., mæli með nýjasta laginu þeirra...