16.4.04

Ísak Birkir Sævarsson

Jæja, þá er það komið í ljós hvað litli pjakkur hennar Rósalindar heitir. Við Björn fórum til þeirra áðan. Hann Ísak Birkir svaf bara og svaf, er víst voða vær og góður, og Rósalind var eldhress, sem betur fer.

Ég er annars bara búin að vera að skrifa einhverjar skýrslur í dag, eins og vanalega, og bögga eins og einn kennara líka. Greyið Sigurður, hann er örugglega farinn að fela sig fyrir mér á göngunum, ég er alltaf að koma með einhverjar spurningar til hans, læt hann ekki í friði.