11.4.04

Gleðilega páska!

Gleðilega páska allihopa! Er núna uppi á Högnastöðum að hafa það gott (þótt ég sé að læra). Við fórum í pottinn, amma og afi komu í heimsókn og við átum öll á okkur gat. Höfðum páskalambið kl. 3, sem er frekar sérstakt.

Voða lítið að frétta annars nema að mér tókst að hella hálfum Cheerios-pakka yfir hausinn á mér, vaskinn, á gólfið og yfir restina af páskamatnum :-/