4.4.04

Þynnkudagur

Í dag er þynnkudagur, jey! Byrjaði þó daginn á að fá mér hressandi göngutúr með Birni Leví þar sem við skildum bílinn eftir. Fórum síðan að fá okkur American Style, nammi og ís (þynnka er góð afsökun fyrir sukkmat).

Árshátíðin var afar vel heppnuð og ég fékk mikið hrós fyrir fötin mín. Ég dansaði nærstum af mér tærnar (ái, nýjir skór). Er enn aum. Er núna að reyna að læra, sem gengur ekkert sérlega vel, sé varla á bókina, ég er svo glaseygð 8-)

Á þriðjudag eru svo kosningar í Animu. Það lítur allt út fyrir að við fáum nýjan vefstjóra, jibbí! Hann kann meira að segja á tölvur. Ég var farin að fá martraðir um að ég þyrfti að eyða tíma mínum í að kenna einhverri tölvufatlaðri manneskju hvað væri nú netslóð, hvað væri tengill eða eitthvað...

Það er eiginlega búið að vera svo mikið að gera að ég hlakka nærstum því til að geta farið að slaka á við það að læra undir prófin.