7.4.04

Virkar lýðræði?

Var að pæla: Virkar lýðræði í raun og veru? Þegar taka á afstöðu til einhvers máls eru væntanlega til einhver "normal" viðhorf. Þá er ég ekki að meina eðlileg viðhorf, heldur viðhorf sem þorri manna hefur. Þegar kjósa á um mál sem byggjast á þessum viðhorfum vinnur það mál sem passar við normviðhorfið.

Gerum nú ráð fyrir að þeir sem hafi normviðhorf varðandi eitt málefni hafi normviðhorf gagnvart flestum öðrum málefnum (tek það fram að þetta er bara mín tilfinning fyrir hlutunum, þeir sem eru venjulegir á einu sviði eru yfirleitt venjulegir á öðrum sviðum). Alltaf þegar gengið er til lýðræðislegra kosninga vinnur normviðhorfið. Þeir sem hafa slík viðhorf hafa því hlutfallslega meira vægi í að hafa áhrif á samfélagið en þeir sem eru óvenjulegir. Af því fæstir eru sammála þeim fá þeir ALDREI að ráða neinu!

Bara pæling: Hvernig væri að búa til kerfi þar sem ríkjandi viðhorf fær að ráða úrslitum í réttu hlutfalli tilfella við þá einstaklinga sem hafa það viðhorf. Til að mynda, ef 30% fólks telur að frekar eigi að styrkja menntakerfið en heilbrigðiskerfið og 70% manna eru á öndverðum meiði, þá eigi að beina tíma og peningum til þessara kerfa í sammræmi við þessi hlutföll. Hvernig ætti svo að útfæra þetta skal ósagt látið...