6.4.04

Sjálfspyntingarhvöt

Oh, af hverju gerir maður þetta alltaf? Ég var búin að hugsa um náðuga daga á næstu önn þegar ég yrði nú laus úr stjórn Animu (þótt þetta hafi verið afskaplega skemmtilegt allt saman). Og hvað gerist þá? Jú, ég læt plata mig í það að bjóða mig fram sem nemendaráðgjafa! Og ég sem hélt að ég ætlaði að fara að sinna eigin námi en ekki annarra... Meiri vitleysan.