15.4.04

Greinavandræði

OK, týpískt! Ég og samstarfskona mín erum nú búnar að eyða nokkrum dögum í að leita að almennilegri grein um það sem við erum að rannsaka fyrir þroskasálfræði. Við erum búnar að fara í gegnum hundruð útdrátta í öllum helstu gagnasöfnunum og á Þjóðarbókhlöðunni en ekkert hefur gengið. Og hvar haldiði að ég finni þessa blessuðu grein? Á GOOGLE! Urk purk, hefði getað setið heima hjá mér og flett upp greinum á almennum leitarsíðum í stað þessa vesens... En jey, búin að finna eitthvað nothæft!