21.4.04

Prentari með heilasköddun?

Ég held að prentarinn minn sé kominn með Neglegt Syndrome. Hann prentar allt eðlilega út, nema sleppir alltaf nákvæmlega sömu línunni á blaðinu, alveg sama hvað ég fiffa allt til. Arrg! Ég prentaði út svona tíu eintök afa sama fokkings blaðinu áður en þetta kom rétt út...

Þar sem fæstir sem lesa þetta blogg (í raun eru það fæstir sem lesa þetta blogg) vita hvað Neglect Syndrome er þá verð ég líklega aðeins að úrskýra. Fólk með skemmdir á ákveðnum stað í heila fær oft einhvers konar athyglisbrest á allt sem er til vinstri við það, þótt t.a.m. sjón þeirra sé ósködduð. Maður með N. S. gleymir e.t.v. að klæða sig vinstra megin, borðar ekki það sem er vinstra megin á disknum hans, les ekki vinstri hluta samsettra orða (hestvagn verður vagn, samfélag verður félag) o.s.frv.