17.4.04

To a place far, far away...

Hmm... Eins og sést á því hvað ég er búin að skrifa oft á þetta blogg í dag á ég að vera að læra. Það er bara ekkert hægt að sitja fyrir framan tölvu með internettengingu og eiga stanslaust að vera að gera eithverja skýrslu upp á 15 blaðsíður!

Mig langar bara að klára þetta helvíti og fara svo til Langtiburtistan, þar sem engar tölvur eru til, bara sveitasæla... og skólabækurnar mínar sem ég ætti fyrir löngu að vera búin að lesa. Kannski fer ég bara ein upp á Högnó í staðinn. Mmmm... Æi nei, þar er enginn ísskápur. Dem! Æ, lifi hvort sem er bara á nammi.