24.4.04

Fræðigreinafordómar

Skrýtið hvað fólki finnst merkilegt. Sálfræðingum finnst aðrar félagsvísindagreinar vera prump á meðan raunvísindafólki upp til hópa finnst sálfræði vera prump. Stærðfræðingar og verkfræðingar líta aftur niður á allar raunvísindagreinar þar sem ekki er notuð mikil stærðfræði. Læknum finnst síðan hjúkkur ekki eins merkilegar og þeir. Held líka að sálfræðingar líti niður á viðskiptafræðinema (allavega Andri ;-)). Veit ekki alveg með hugvísindin, en margir hrista bara hausinn yfir "lopapeysuhugsjónamönnunum".

Er þetta ekki annars rétt? Og af hverju er þetta svona? Réttmæt gagnrýni eða vankunnátta?