15.5.04

Vorferð Animu

Nú fer ég bráðum að halda á vit ævintýranna því eftir einn og hálfan tíma á ég að vera mætt í Odda, þar sem við tekur óvissusprell. Síðan verður haldir í Syðra-Langholt þar sem mannskapurinn mun njóta listviðburðar (Júró) og eftir það tekur Dr. Fíbl (Andri) við með sensí-hópa sína og ætlar að aðstoða sálfræðinema við að finna sitt innra sjálf.

Já, ég djammaði líka í gær, mér finnst það nú ansi vel af sér vikið. Andri eldaði ofan í okkur Baldur einn besta mat sem ég hef smakkað. Finnst vel þess virði að borða hann þótt ég verði ekki alveg eins flott í bikiníinu mínu í kvöld fyrir vikið.