8.5.04

Ekkert að gera - gaman, gaman

Ég ákvað í gær eftir prófið að vera enginn aumingi og fór því í Kringluna með Sesselju í stað þess að fara að sofa. Fórum á Hard Rock og ég fékk þar minnsta bjór sem ég hef nokkurn tíma séð (hugsið um fingurbjörg). Prúttaði niður verð á bol úr 3000 kr í 2000 kr, svona bara af því bara, ekkert að bolnum :-), keypti mér bikiní og Amélie-diskinn sem mig hefur lengi langað í. Sem sagt: Ég gerði bara nákvæmlega það sem mér sýndist. Skemmtileg tilbreyting.

Þegar ég kom heim ætlaði ég nú að gera ýmislegt en í staðinn steinsofnuðum við Björn bæði upp úr klukkan sjö og sváfum til hálftíu í morgun! Og ég er ekki með neitt samviskubit, HAHA! Dreymdi að vísu enn einn furðulega drauminn. Man ekki helminginn af honum nema í þessum var ég að bjarga einhverjum kjúklingum og flúði niður í kjallara með þá frá hinum vonda föður mínum (einhver ímyndaður karl hjá mér). Þar voru önnur gæludýr, meðal annars bollubýfluga sem átti heima í búri sem leit út eins og enn stærri býfluga, og könguló, sem gat sogað mat upp í gegnum fæturna á sér!?!

Allavega, Björn er búinn að skipa mér að fara ekki að taka til heldur að fara að lesa Lifandi vísindi og horfa á Coupling-þætti. Og konur eiga náttúrulega að hlýða karlinum sínum, er það ekki?