4.5.04

Útlendingalögin

Það er svolitið skrýtið að vegna allra látanna yfir fjölmiðlafrumvarpinu hefur útlendingafrumvarpið náð fram að ganga svo til án þess að nokkur væri að skipta sér af því. Þetta frumvarp finnst mér í raun vera mun alvarlegra en hitt, og mun andlýðræðislegra. Hvað eru þessi stjórnvöld að hugsa? Ef ég botnaði einhvern tíma eitthvað í þeim, þá er ég alveg hætt að gera það núna.