3.5.04

Skynjun búin

Ég er fegin að ég er ekki berdreymin. Í nótt dreymdi mig nefnilega að ég væri að fara í próf í Stærðfræðigreiningu 2 sem ég kunni náttúrulega ekki rass í plús að ég svaf yfir mig og kom tveimur tímum of seint. Vaknaði í svitabaði, eftir minna en 5 klst svefn.

Var að koma úr prófi í skynjun og gekk bara vel. Sé það reyndar að ég lærði allt of nákvæmlega, hefði getað látið mér nægja að læra aðallega það sem stóð í glósunum.