2.5.04

She wants to move (hreyfiskynjun)

Jæja, hér kemur meira af skynjunarsálfræðiefni sem enginn nennir að lesa. Finnst þetta samt ágætt að gera þetta, ég æfi mig þá í þessu í leiðinni (er sko að fara í prófið á morgun).

Real movement
Duh! Þröskuldur fyrir að geta séð hana er um 1/3 til 1/6 af sjóngráðu á sekúndu. Verður reyndar mun neðar ef maður bætir fleiri vísbendum við í umhverfinu sem hægt er að miða við (Gisbon yrði hrifinn af þessu).

Apparent movement/stroboscopic movement
Eins og er notað í kvikmyndum og ljósaskiltum. ISI (interstimulus interval) skiptir máli fyrir hvað við sjáum. Yfir 300 ms: Ljósin virðast blikka af og á, engin skynjuð hreyfing. 60 ms: Betahreyfing, ljós fer á milli. 30 ms: fíhreyfing, einhver óskilgreind hreyfing á milli en ljósin virðast samt blikka. Undir 30 ms: Engin hreyfing. Athuga þó að bilið á milli ljósanna skiptir máli, ef bilið verður meira hækka þessar tölur. Getur einnig dugað að hafa ljósin sterkari með sömu tölum. Er í samræmi við það að það taki meiri tíma að færa sig yfir lengri vegalengd (þumalputtaregla sem sjónkerfið virðist nota).

Induced movement (“aðleidd hreyfing”)
Ef stærri hlutur hreyfist á bak við minni hlut áætlar maður oft að minni hluturinn sá á hreyfingu, sbr. þegar manni finnst tunglið hreyfast en ekki skýin.

Vection (sbr. vektor, stærð með stefnu?)
Frekar óþægileg tilfinning, sem maður getur fengið eftir að hafa horft á eitthvað hreyfast og finnst maður sjálfur fara að hreyfast. Sbr. að standa á brú og horfa niður í vatnið, og finnast maður allt í einu hreyfast en ekki vatnið.

Movement aftereffect
Fossaskynvillan (horfa á eitthvað hreyfast niður, frumur “þreytast”, og þá virðist umhverfið hreyfast upp), spiral motion aftereffect (Búddagaur).

Reichardt-nemi
Taugatengingar sem hægt væri að nota til að láta frumu aðeins stjóta við hreyfingu í eina átt. Byggir á hömlunarbúnaði þar sem ef önnur hver fruma í efsta laginu sendir hamlandi taugaboð á nágranna sinn í aðra áttina þegar hún örvast.

Ef áreiti fer í þá átt sem Reichhardt-neminn svarar ekki við (hér til hægri) verður svörunin einhvern veginn svona: Fruma A skýtur og örvar G sem hamlar H, B skýtur og örvar H, en það er ekki nóg til að vekja virkni í henni vegna hamlandi boða frá G. H örvar því ekki M. Þetta gerist aftur alveg eins í C og D, og í E og F.

Ef áreiti fer í rétta átt (til vinstri) verður þetta einhvern veginn svona: Fruma F örvar frumu L, engin hamlandi boð eru á frumu L svo hún skýtur og örvar M. E skýtur og virkir K sem hamlar L, en hömlunin kemur of seint, því L hefur þegar örvað M. Þetta endurtekur sig fyrir D og C, og B og A.

A B C D E F
G H I J K L

M

Athuga að svona nemi gæti svarað á svipaðan hátt við raunverulegri hreyfingu og apparent movement. Líklega sömu taugamekanismar sem sjá um hvort tveggja, þótt þeir geti verið flóknari en þetta.

Hreyfing og taugakerfið, svæði MT (medial temporal) í dorsal stream (Hvar-straumurinn)

Margt sem bendir til að MT sjái um hreyfiskynjun. Fólk með skemmd í þessu svæði sér ekki hreyfingar (Motion agnosia eða hreyfiókynni). Apar sem þetta svæði er skemmt í eiga í mestu vandræðum með að meta hvert áreiti hreyfast. 90 % frumna í þessu svæði eru áttanæmar og þeim er raðað á börkinn eftir átt í columns. Ef maður rafreitir frumur sem svara við hreyfingu í ákveðna átt verða apar næmari fyrir slíkum hreyfingum.

Tilraun: Öpum var kennt að svara því í hvaða átt punktar hreyfðust. Mismikið af punktunum hreyfðust í ákveðna átt, en restin hreyfðist randomly. Þegar innan við 1% punktanna hreyfist saman kom lítil virkni fram í Mt umfram grunnvirkni og aparnir svöruðu eins og þeir væru að giska. Eftir því sem fleiri punktar hreyfðust saman, því meira svaraði MT og aparnir urðu sömuleiðis betri í að meta. Sterkt samband á milli skynjunar og taugavirkni, nálgast jafnvel specificity-kóðun á hreyfingu, þ.e. ömmufrumur en ekki mynstur í virkni margra frumna sem gefur hreyfingu til kynna.

Corollary Discharge Theory
Reynir að skýra hvers vegna maður getur skynjað að eitthvað sé á hreyfingu þegar maður fylgir því eftir með augunum. Þá er það sem er á hreyfingu alltaf á sama stað á sjónu. Einnig reynir hún að skýra af hverju manni finnst umhverfið yfirleitt vera kyrrt þótt maður hreyfi augun og þar af leiðandi lendi hlutirnir á mismunandi punktum á sjónu.

Sjónkerfið virðist reikna hreyfingar augans frá, eða öllu heldur þær hreyfingar sem heilinn gefur skipun um. Ef gefnar eru hreyfiskipanir, en augað er lamað, virðist veröldin hoppa til því heilinn leiðréttir fyrir hreyfingar sem voru svo ekki gerðar.

Nánar um þessa kenningu. Byggir á þrenns konar boðum. Movement signal eru hreyfiboðin sem send eru auga. Corollary discharge signal er kópering af movement signal sem sent er er til strúktúrs sem kallast comparator . Image movement signal er sent frá augum til comparators þegar mynd færist yfir sjónu. Ef comparatorinn fær bara önnur hvor boðin skynjast hreyfing en ef bæði koma í einu geta þau núllað hvort annað út.

Dót sem styður kenninguna:

Neikvæðar eftirmyndir (blettirnir sem maður sér eftir að hafa glápt á ljós) virðast hreyfast. Bara corollary discharge signal en ekkert image movement signal.

Dæmið með lamaða augað. Sömuleiðis bara corollary discharge en ekkert image movement.

Að fylgja hlut eftir. Bara CDS en ekkert IMS.

Að ýta á augað svo veröldin hoppi til. Gæti skýrst af því að ekkert CDS kemur en IMS kemur (sumir segja reyndar öfugt).

Líka til frumur í V3 í öpum sem svara við raunverulegri hreyfingu ákveðins áreitis en ekki þegar áreitið færist nákvæmlega eins yfir sjónu vegna þess að apinn hreyfir augun sjálfur. Fær upplýsingar um CDS og IMS? Real movement frumur.

Gibson og ecological approach to movement perception
Pældi minna í því sem gerðist í ákveðnum taugafrumum eða á sjónu, en meira í því sem gerist í sjálfu umhverfinu þegar eitthvað hreyfist eða fólk hreyfist sjálft.

Optic array
Frá Gibson komið og vísar til allra þeirra flata, útlína og áferðar sem við sjáum. Optic array breytist við hreyfingu. Ef eitthvað hreyfist breytist það miðað við annað í optic array, og því skynjar maður það á hreyfingu. Tengist áreitisföstum Gibsons og accretion and deletion sem maður notar til að skynja dýpt.

Global optic flow
Vísar til þess að þegar maður hreyfir sig virðist allt umhverfið hreyfast í öfuga átt við mann sjálfan. Vegna þess að allt í optic array hreyfist virðist umhverfið vera kyrrt.

Perceptual organization by movement
Maður grúppar element í umhverfi sínu eftir hreyfingu þeirra.

T.d. Gestalt-lögmálið law of common fate sem segir að það sem hreyfist í sömu átt skynjist sem ein heild. Þess vegna frjósa dýr oft þegar þau skynja að óvinur er í nánd. Þau vilja ekki að óvinurinn grúppi þau í góða máltíð! Einnig samanber strikafuglinn innan um random strik sem maður sér bara þegar hann hreyfist og random dots þar sem hluta punktanna er hliðrað.

Tengist líka lífhreyfingu/biological motion . Ef ljós eru fest á liðamót manneskju grúppast ljósin saman við hreyfingu og maður skynjar manneskjuna. Fólk hættir að sjá hreyfingar einstakra ljósa en sér þau sem held. Eru frumur í superior temporal bæði hjá öpum og mönnum sem virðast svara við svona lífhreyfingu en ekki við annarri hreyfingu.

Kinetic depth effect (dýptarskynjun vegna hreyfingar)
Ef skugga af þrívíðum hlut er varpað á vegg skynjar maður hann sem tvívíðan, allt þar til hann er látinn hreyfast, þá þrívíddarskynjun. Frumur í MT, aðalhreyfisvæðinu, svara við slíkri hreyfingu.

Motion capture
Að “ná” einingum saman í heild vegna þess að þær eru innan sama svæðis sem hreyfist, eindirnar virðast færast með.

Dæmi: Beygja vír í lykkju og horfa á “snjó” í sjónvarpi gegnum lykkjuna. Færa síðan lykkjuna. Snjórinn innan lykkjunnar virðist færast með, þótt í raun séu þetta bara random hreyfingar. Rökrétt að ætla að t.d. blettir blettatígurs færist með honum.

Leiðsagnarreglur í hreyfiskynjun
Best guesses um hvernig áreiti hreyfast.

Leiðsagnarreglan um að hreyfing haldi áfram í sömu átt
Ef vafi leikur á því í hvora átt, t.d réttsælis eða rangsælis, áreiti hreyfist er gert ráð fyrir því að áreiti haldi áfram að hreyfast í þá átt og það gerði fyrst.

Dæmi: + og x, þá 50/50 um hvort manni finnst þetta vera réttsælis eða ransælis. Ef öðrum krossi sem er örlítið hallað er bætt fyrir framan þá leikur ekki vafi á að frá þeim tímapunkti að rétta krossinum hreyfist áreitið réttsælis. Þegar kemur að ambiguous x-inu túlkar maður það sem hreyfingu réttsælis, þ.e. í sömu átt og áður.

Leiðsagnarreglan um að ef eitthvað hreyfist þannig það skyggi á eitthvað annað þá haldi það sem það skyggir á áfram að vera til

Dæmi: Fólk sá þríhyrning og kassa á einum stað, það hvarf og svo birtist kassi á öðrum stað:

/\ ---
/_\ I I
---
svo
---
I I
---

Þríhyrningurinn virtist ekki hverfa og birtast á víxt á meðan kassinn hreyfðist til og frá, né virtust þríhyrningurinn og kassinn renna saman í annan kassa, heldur virtist þríhyrningurinn fara undir kassann.

Annað svipað dæmi:

O O
svo
O

Fyrst virtust bæði fyrri O-in sameinast í seinna O-inu.

Þegar kassa var bætt við virtist efra O-ið færast til hægri en neðra O-ið færast undir kassann.

O O
svo
O #

Top-down processing fyrir hreyfingu

Dæmi um það er lífhreyfing. Ef maður veit hvað hreyfist gefur það hreyfingunni merkingu, og hún virðist ekki eins random, sbr. andlitin sem hreyfðust.

Shortest-path constraint
Er enn eitt dæmi um leiðsagnarreglu og gerir ráð fyrir að ef eitthvað er óljóst með túlkun eigi að túlka hreyfingu á þann hátt að hún fari alltaf yfir stysta mögulega vegalengd (shortest path).

Top-down processing getur vegið upp á móti þessu. Dæmi um það er mynd af konu sem kreppir hnefa fyrir aftan haus og svo aftur mynd þar sem hún kreppir hnefa fyrir framan haus. Við mjög stutt SOA (stimulus onset asyncrony) virðist höndin fara í gegnum hausinn, í samræmi við shortest path constraint. En ef lengri tími líður á milli myndbirtinga fer maður að sjá eins og höndin fari kringum hausinn (því maður veit að ekki er hægt að fara í gegnum líkamsparta). Áhugavert að þetta gerist ekki ef það sem farið er í gegnum er ólífrænt, eins og spýta! Verður einnig bæði virkni í parietal cortex í dorsal stream (hreyfisvæði) en líka í motor svæðum, eins og maður sé að bera saman hvað konan sé að gera og hvað maður geti sjálfur gert.

Áhrif reynslu og náms á hreyfiskynjun
Ef kettlingar eru aldir upp í umhverfi þar sem eina lýsingin er “diskóljós” (stóbóskópískt ljós) þá geta þeir ekki greint í hvaða átt eitthvað hreyfist þegar þeir koma að lokum í venjulegt umhverfi. Mjög fáar áttanæmar frumur í cortex. Samræmist skynjun fólks með movement agnosia.

Hreyfiskynjun með snertiskyni
Mjög lík því í sjónskynjun. T.d. kemur fram apparent movement þegar einn staður er áreittur og stuttu síðar annar við hliðina. Punkturinn virðist stökkva til. Kemur líka fram virkni í MT við þetta eins og í sjónskynjun. Tími á milli áreitinga hefur sömu áhrif og í sjónskynjun og frumurnar skjóta svipað.