7.5.04

Búin!

Púst! Barasta búin í prófum. Ég er svo þreytt! Ég var að læra til fjögur í nótt og sofnaði um hálffimm, uppfull og asnaleg af kaffi og var farin að fá hjartsláttartíðni upp á 120 í hvíld og öndunartruflanir. Já, þetta leggur maður á sig. Gekk annars vel í prófinu. Er nú að reyna að ákveða hvort ég eigi að fara í Kringluna að verðlauna mig (kaupa föt) eins ógeðslega útlítandi og ég er núna, eða hvort ég eigi bara að fara heim að gera ekki neitt til tilbreytingar. Svo er enginn til að djamma með, það er enginn búinn nema ég :-( Uss annars, ætti ekki að vera að vorkenna mér, þetta er búið, jibbí :-D