5.5.04

Kjaftasaga

Í fyrra þegar ég var í lífeðlislegri sálfræði var prófið nákvæmlega eins og það hafði verið árið áður. Ekki einn einasti kross var á annan veg! Ég var náttúrulega grautfúl yfir þessu og var skapi næst að kvarta yfir þessum kennara sem nennti ekki einu sinni að prumpa út einu nýju prófi. Ég gerði það samt ekki því ég vissi að allir yrðu fúlir næsta ár ef ég gerði það. Einhver hefur samt (réttilega) kvartað svo nú í ár var prófið glænýtt og erfitt. EEEEN nú gengur sú kjaftasaga að þetta sé vegna þess að ég klagaði kennarann. :( :( :( Ég vildi bara óska að ég hefði kvartað í raun og veru fyrst að ég þurfti hvort sem er að lenda í þessu.