11.5.04

Vinnan

Nú eru tveir dagar búnir í nýju vinnunni á Félagsvísindastofnun. Mér líkar bara vel, enda búin að fá að sinna ýmsum ábyrgðarfullum störfum, svo sem að fara út í búð að kaupa G-mjólk og vaska upp ;-) Er líka í ýmsum innsláttarverkefnum og að vinna með létta tölfræðiútreikninga. Bara mjög fínt, og ég held meira að segja að ég sé að gera eitthvert gagn. Eina sem er vont við þetta er að maður fær svo hrikalega í bakið við það að sitja allan daginn við tölvu að pikka. Maður hefði reyndar haldið að ég ætti að vera í fínni æfingu eftir að hafa bloggað allan daginn í próftörninni, ehehe :-/