19.5.04

Eru allir að ganga af göflunum?

Hvað er málið með þetta fjölmiðlafrumvarp? Það virðist draga fram það versta í öllum aðilum sem eiga hlut að máli. Stjórnvöld reyna að troða sínum málum í gegn eins og venjulega og Dabbi skýtur (eða skítur) á Ólaf eins og venjulega en EKKI eru nú fjölmiðlarnir sjálfir betri. Mér ofbýður hreinlega að sjá hvað Fréttablaðið er litað í sinni umræðu um þetta mál. Það er nær aldrei skrifað um hvað er í þessu blessaða frumvarpi, bara endalaust talað um hvað það og stjórnvöld séu ömurleg. Ef fjölmiðlar ætla að láta svona lagað hafa áhrif á málflutning sinn rennir það einfaldlega stoðum undir þá hugmynd að það þurfi svona frumvarp. Og eins og Guðný vinkona sagði í gær þá er fáránlegt að enginn kippi sér mikið upp við það þótt verið sé að troða á rétti litla mannsins (mér nægir að nefna öryrkjamálið og útlendingalögin) en allt verði KOLBRJÁLAÐ ef einhver reynir að gera eitthvað á hlut ríkustu mannanna í landinu. ERU ALLIR AÐ GANGA AF GÖFLUNUM?!?