4.1.05

Ein einkunn komin

Loksins komin einkunn úr einhverju námskeiði. Er mjög sátt með hana. Svo er bara að sjá til með restina. Er núna að reyna að manna mig upp í að byrja nýja önn á greinalestri. Annað hvort það, vaska upp eða taka til. Ekki fýsilegir kostir. Mér finnst að fólk eigi bara að taka það aftur upp að éta hrátt kjöt og grös og eitthvað, og nota guðsgafflana til þess, ekki þarf að þvo þá upp. Eða, jú, svona tæknilega séð þarf þess, en það er ekkert allt of mikið mál.