Stærðfræði
Búin að vera að pæla svolítið í því hvort það sé ekki sniðugt að bæta við sig smá stærðfræði. Hann Sven hjá tölvunarfræðiskor (að ég held) var svo almennilegur að taka sér tíma með mér til að velja rétta kúrsa. Held að ég skrái mig allavega í "línulega algebru og rúmfræði" á næstu önn, og taki svo "tölvunarfræði 2" á þarnæstu. Ég held að einn kúrs á önn sé meira en nóg, verð örugglega að vinna með. Samt pínu skerí að fara að taka stærðfræði aftur, maður er orðinn ryðgaður, það verður að segjast.
<< Home