5.1.05

NLP

Ég var að vinna undir manneskju sem er bæði tómstundafræðingur og menntuð
í svokölluðu NLP, eða neuro-linguistic programming. "Mjög líkt sálfræði"
samkvæmt þessari sömu manneskju. Mér fannst þetta bara sniðugt, hljómaði
eins og eitthvað inni á mínu sviði, þangað til að ég fór að leita að þessu
á netinu. Og guð minn góður, þetta eru víst einhver hjávísindi um að kenna
fólki að forrita heilann á sér með sjálfsdáleiðslu og eitthvað
krappidíkrapp. Hvað á maður að segja við svona fólk? Ég verð bara þunglynd
af þessu.

Hægt er að lesa um NLP hér: http://skepdic.com/neurolin.html