10.2.05

Allt er hey í harðindum

Hafið þið einhvern tíma séð mynd af girnilegum mat og langað að vita hvernig hann er á bragðið áður en þið eyðið tíma og peningum í að elda hann? Þetta er kannski ekki svo fjarri raunveruleikanum. Nú er búið að hanna æt blöð sem hægt er að prenta á með ætum litarefnum blönduðum bragðefnum. Svo er annað mál hvort mynd af nautasteik geti nokkurn tíma bragðast jafn vel og hin upprunalega. Meira um það hér.