31.8.04

UppskriftaWWWefurinn

Mjög sniðugur uppskriftavefur með auðveldum uppskriftum.

Haustnótt

Nú er klukkan að verða eitt um þessa ágústnótt. Það er haustlegt úti. Ég fer oft í dálítið sérstakt skap um dimmar haustnætur. Ágætis tilfinning og gamalkunnug. Ég sit hér ein að vinna að verkefninu mínu. Það er svo gott að sitja inni á meðan vindurinn gnauðar á glugganum.

29.8.04

Curiosity killed the cat

En kettir eru heldur yfirleitt ekki mjög góðir fræðimenn, er það? Skrýtið hvað það þykir yfirleitt neikvætt að vera forvitinn, þegar það er algjörlega nauðsynlegt í vísindastarfi...

Gerðu andlitsmyndir

Þetta er sniðug síða þar sem hægt er að gera andlitsmyndir með því að raða saman ýmsum andlitspörtum. Mér hefur ekki enn tekist að gera mynd sem líkist mér, kannski er ég bara svona einstök. :-Þ

Ég held að ég sé komin með kaffieitrun

Hjólaði niður í Skeifu áðan og settist inn á Kaffi Mílanó. Ég skildi jakkann minn eftir heima því ég hélt að mér yrði svo heitt af því að puða á hjólinu. Þegar inn var komið var mér náttúrulega skítkalt, eins og mér einni er lagið, svo ég þambaði þessi heljarinnar ósköp af kaffi. Bleeeech! Mér er óglatt núna. Kaffi er EKKI hressandi í of stórum skömmtum.

Öllu skemmtilegra er að ég ákvað að nota tækifærið og kíkja í Rúmfatalagerinn. Ýmislegt sem leynist það, t.d. þrennar nærbuxur saman í pakka á 99 kr, og sex sokkabuxur á 299 kr. Allir þangað!

28.8.04

Kalvin og Hobbes

Þeir eru komnir í Moggann. Loksins gerir einhver eitthvað að viti þar á bæ.

Er ég ekki tölvutýpan?

Í Odda er búinn að vera stanslaus straumur af nördum, slánum og öðrum misgáfulegum mönnum inn í tiltekna stofu á annarri hæð. Ég var forvitin og spurði að lokum einn þeirra hvað væri nú eiginlega að gerast þarna. "Uuh, þetta er svona tölvufyrirlestur." sagð hann, en bætti svo við: "Ekkert sem þú hefðir áhuga á.", og hló svo eins og það væri alveg fráleitt.

Þetta fékk mig til að hugsa um hvað staðalímyndir eru ofsalega sterkar í fólki. Ég var bara ekki tölvutýpan fyrir þessum stráki.

27.8.04

Hafa allir yfirgefið mig?

Hvar eru staddir hinir fáu traustu lesendur þessarar síðu? Eru allir farnir? Buhuuuu! :,-( Ég verð greinilega að fara að hætta að blogga um eymd mína varðandi skóla og vinnu, og verða skemmtileg. Ef ég hef þá orku í það.

Getur maður bara tengst hverju sem er?

Ég er núna heima hjá mömmu og pabba að skrifa þennan texta á nýju fertölvunni minni. Ég skil ekkert í því að ég skuli vera nettengd á annað borð. Ég er á einhverju þráðlausu neti sem ég veit ekkert hvaðan er ættað. Það er bara galopið fyrir aðgang, og hraðinn á tengingunni er þvílíkur! Vonandi er ég ekki að stela bandvídd frá einhverjum sem virkilega þarf á henni að halda.

26.8.04

Virkilega ógeðfelldur leikur

Meat or Accident?

Nefhárabréf

Þetta er nú meira ruglið!

25.8.04

Maggi og pabbi eru góðir

Maggi setti upp nýju tölvuna mína og pabbi kom með hana til mín áðan ;-) Jey! Hún er rosa flott.

Eg ætla að drepa Björn!

Sko í tölvunni. Björn var að finna snilldarleikinn Worms á ný, og ég ætla að RÚSTA honum með basúkkunni minni á eftir, muhahahaha!

Eg fæ líka fartölvu...

Naninaninani :-Þ

Hlutir sem ég er að læra um rannsoknir, en hefði átt að vera buin að læra fyrir löngu

1. Aðferðafræði á að vera hjálpartæki, en ekki markmið.

2. Maður á ekki að rannsaka eitthvað bara af því maður getur það.

3. 10 blaðsíðna hnitmiðuð skýrsla er betri en 50 blaðsíðna skýrsla um eitthvað sem skiptir í raun engu máli.

4. Skipulagning tekur tíma, en sparar tíma á endanum.

24.8.04

Æ, af hverju er lífið svona erfitt?

Það gengur erfiðlega með þessa skýrslu mína. Eftir því sem ég les mér meira til, því fleiri spurningar vakna. Þær kalla svo aftur á enn meiri lestur. Ég á ofsalega erfitt með að takmarka mig :-(

22.8.04

Revenge of the tattooed nerds

Áhugaverð síða um nördatattú.

Mér finnst að pabbi ætti að fá sér svona Apple-merki.

21.8.04

Menningarnótt og fleira

Olga vakti mig kl. 9 í morgun. Fórum, svaka duglegar (og Olga svaka þunn), í ræktina kl. 10. Keyrðum niður í bæ í dýrðarveðri og fengum okkur í svanginn. Nú sit ég heima að vinna, því ég veit að ég mun verða með samviskubit í kvöld ef ég geri það ekki. Planið er að mæta til Kjartans og Hildigunnar niðri í bæ kl. 6 og fara að rölta kl. 9. Ætlum á tónleika Rásar 2, hlakka sérstaklega til að hlusta á Egó (fjöllin hafa vakað...). Svo verður bara örugglega tjúttað fram á nótt, er búin að sannfæra Björn um að það sé ekki besta leiðin til að spara pening að vera bílandi á Menningarnótt.

19.8.04

Löt í vinnu, dugleg í ræktinni

Nú er klukkan rúmlega eitt, og ég er ekki enn byrjuð að vinna. Það þýðir að ég neyðist til að skrifa skýrsluna mína langt fram á kvöld :-( Skýrslan mín [lokaskýrsla til Nýsköpunarsjóðs] er samt öll að koma til, það er bara erfitt að sitja allan daginn að einbeita sér að einhverju svona þegar veðrið er jafn gott og það er búið að vera undanfarið.

Annað er að segja af ræktarheimsóknum mínum. Mér finnst ég öll vera að styrkjast, og ég, sem og aðrir, er farin að taka eftir því að líkamsstaða mín er mun betri. Ég stend ekki jafn hokin og áður, að öllum líkindum vegna betri bakvöðva.

Svo eru það lokaverkefnispælingar. Við Andri erum að hugsa um að gera verkefnið saman, allavega ef við finnum eitthvað sem okkur finnst báðum spennandi. Eftir smá brainstorm datt okkur í hug að það gæti verið sniðugt að taka fyrir það sem fólk getur gert án meðvitundar (sem er alveg ótrúlega margt). Sjáum svo til hvað mér finnst um það verkefni eftir viku, ég er alveg ótrúlega fljót að skipta um skoðun.

Well, kaffið mitt er til (er hjá mömmu og hún er góð að dekra), svo ég ætla að fara að gera eitthvað af viti, tími til kominn.

15.8.04

Leiðindafólk sem keyrir í rassgatinu á manni!

Þoli ekki fólk sem liggur svo mikið á að það hefur ca. tveggja cm bil á milli sín og mín! Það græðir svona um það bil eina sekúndu á þessu, og stofnar sér og sérstaklega MÉR í mikla hættu. Hættið, urrrg! Næst ætla ég að snöggbremsa og láta þetta fólk borga mér bætur...

14.8.04

Föstudagurinn 13.

Í dag tókst mér að:
-rífa rassinn á buxunum mínum
-sulla á samstarfsmenn
-láta mín verða minnst sem "fulla stelpan"
-verða þunn fyrir kl. hálftólf um kvöld

Þetta getur ekki verið tilviljun, ég ætla í dulsálfræði...

13.8.04

Djöful snilld

Er núna nýkomin, blindfull, heim af starfsmannadjammi. Erfitt að skrifa þennan póst, mikið um stafsetningarvillur. Ég heimta mat að éta!!! Björn er að gera súpu handa mér. Er búin að rífast um pólitík í allan dag. Döööööh. Ég er full. Bleh. Allavega, haha. Gaman, ætla að horfa á Ölympýsku leikana, einhver á að hringja í mig núna að bjóða mér á djammið. Tjah, að vísu verð ég kannski daup. En prófið samt. Og, já, ég er búin að fitna svo mikið að buxurnar sprungu af mér í dag. Bókstaflega...

11.8.04

SPSS-limra

Nú er ég orðin stirð og stíf,
sting hef í baki sem skorin með hníf.
Því við tölvu að sitja,
púla og strita
er einkar amalegt líf.

HEEEEITT!!!

Vá, hvað það er heitt úti núna, ég hef bara sjaldan upplifað annað eins. Björn Leví gerir reyndar ekkert annað en að kvarta yfir hitanum, og ég kvarta sömuleiðis yfir að þurfa að vera inni í þessu yndislega veðri :-( :-( :-( Þetta er svindl.

4.8.04

Loksins loksins!

Ég held að mér hafi tekist að finna skítsæmilega úrvinnsluaðferð fyrir gögnin mín í Nýsköpunarsjóðsverkefninu mínu. Ég er búin að liggja yfir þessu í margar VIKUR, las heila bók um SPSS, er búin að skoða margar aðrar aðferðafræðibækur, tala við fullt af fólki í sambandi við þetta drasl, og prófa endalaust margar mismunandi úrlausnir. Fattaði loksins að þeim þarna í Nýsköpunarsjóði er örugglega alveg skítsama hvort ég nota einhverja tölfræði við verkefnið yfirleitt...

Bla bla bla

Sit hér að blogga því ég nenni ekki að byrja að vinna í dag. Vaknaði hrikalega seint því mér datt í hug í gær að það væri ofsalega sniðugt að fara nú ekki að sofa fyrr en klukkan hálfþrjú...

Á föstudaginn vorum við í bænum, héldum spilakvöld og duttum ærlega í það. Hættum ekki fyrr en sex um morguninn. Klukkan tíu datt svo systur minni í hug að hringja í mig, úff, ekki leið mér nú vel þá... Fórum svo á Högnó. Þar héldu fjórir krakkar "fjörinu" uppi í mannskapnum. Tók pínu á taugarnar, en gaman samt, spiluðum heilmikið og átum góðan mat.

Var að fatta að það er kominn ÁGÚST!!! Það er of stutt í skólann, ég á eftir að gera svo mikið, garg! Ojæja, verður maður ekki bara að vera sannur Íslendingur og trúa því að þetta reddist...